Um Fjallið
Fjallið er íslensk útivistarverslun sem leggur áherslu á gæði, þekkingu og ástríðu fyrir útivist. Við sérhæfum okkur í vönduðum og endingargóðum vörum sem henta íslenskum aðstæðum – hvort sem þú ert á fjöllum, á skíðum eða einfaldlega að njóta náttúrunnar.
Fjallið er þó meira en bara verslun. Við erum samfélag fólks sem vill læra, deila reynslu og þróa þekkingu á réttri notkun útivistarbúnaðar. Markmið okkar er að veita bæði fræðslu og innblástur til þeirra sem sækja útivistina af alvöru og ástríðu.
Stofnendur
Fjallið var stofnað af bræðrunum Gauta og Guðjóni, sem hafa margra ára reynslu úr útivistar- og ferðaþjónustugeiranum á Íslandi.
Báðir eru þeir miklir útivistarmenn – Guðjón er freeride-skíðamaður og fyrrum keppnismaður, en Gauti er atvinnumaður í alpagreinum og einn fremsti skíðamaður landsins í dag, í íslenska landsliðinu.
Saman hafa þeir rekið Reykjavík Jet Skis síðan 2023 og aflað sér mikillar reynslu í markaðssetningu, sölu og frábærri þjónustu við viðskiptavini. Þeir hafa sterkar tengingar inn í útivistarsamfélagið og skíðaheiminn á Íslandi, auk góðrar þekkingar á bæði innlendum og erlendum markaði.
Markmið og framtíðarsýn
Framtíðarsýn okkar er að verða leiðandi útivistarverslun á Íslandi með því að bjóða eingöngu vörur í hæsta gæðaflokki og framúrskarandi þjónustu.
Hlutverk okkar er að útvega íslenskum markaði þann búnað og þær vörur sem hann þarfnast – og gera það af fagmennsku og ástríðu.
Grunngildi okkar
-
Gæði vöru: Við leggjum áherslu á að bjóða aðeins hágæða vörur sem endast og standast íslenskar aðstæður.
-
Framúrskarandi þjónusta: Við viljum skara fram úr í því að veita persónulega og faglega þjónustu.
-
Samvinna: Við störfum í nánu samstarfi við íþróttafólk og útivistarfólk – markmið okkar er að styðja þau sem best.
-
Viðskiptavinurinn í forgangi: Allt sem við gerum byggist á því að setja þarfir viðskiptavinarins í fyrsta sæti.