Grunnprepp fyrir ný skíði – fyrsta skrefið
Þegar þú kaupir ný skíði koma þau ekki tilbúin beint í brekkuna, þó þau líti vel út. Verksmiðjur setja oft aðeins þunnt lag af vaxi og skíðin eru með plastkant sem þarf að fjarlægja. Þess vegna er grunnprepp nauðsynlegt áður en þú notar skíðin í fyrsta skiptið.
1. Fjarlægja plastkanta
Ný skíði eru oftast með mjúkum plastkant utan um stálkantinn. Það þarf að taka hann af með sérstökum plastskera/sidewall remover svo að hægt sé að brýna þau. Ef plastið situr eftir, geta kantarnir orðið daufir og erfitt verður að ná biti í þá.
2. Setja kantana í rétta gráðu
Stálkantarnir koma beittir úr verksmiðjunni, en þeir eru ekki alltaf stilltir í þá gráðu sem hentar best fyrir notkun eða keppni.
-
Algengt er að setja kantana í 88° eða 87°
-
Þetta gerir skíðin stöðugri í beygjum og auðveldari í stjórnun.
Keppnisskíði eru oft stillt enn nákvæmar eftir aðstæðum og íþróttagreinum. - Þetta er gert með vinkli og þjöl.
3. Vaxa botninn vel
Botninn á nýjum skíðum er þurr og þarf að fá grunnáburð til þess að hann verði hraður og renni vel.
-
Bursta skíðin vel.
-
Vaxaðu með grunn áburð, oft gott að nota mjúkan/heitan áburð og síðan eitt lag af köldum áburð
- Leyfðu áburðinum að harðna í amk 30 mínutur og síðan er hægt að skafa og bursta skíðin.
-
Með þessu myndast sterk grunnlag sem verndar botninn og gerir hann móttækilegri fyrir framtíðarvaxi.
Af hverju skiptir grunnprepp svona miklu máli?
-
Skíðin fá betra grip og auðveldara verður að brýna þau í framtíðinni.
-
Rennslið verður jafnara og hraðara.
-
Botninn verndast og endist mun lengur.
Niðurstaða
Grunnprepp er fyrsta skrefið í að gera ný skíði tilbúin fyrir fjallið. Það tekur ekki langan tíma, en ávinningurinn er mikill: betra grip, betra rennsli og meiri ending. Hvort sem þú ert keppnismaður eða byrjandi, þá er alltaf sniðugt að láta fagmann sjá um grunnpreppið áður en þú ferð út í brekkuna.
0 comments