Æfingasvæði og byrjendabrekkur á Íslandi – Hvar á að byrja?

Æfingasvæði og byrjendabrekkur á Íslandi – Hvar á að byrja?

Hvar er best að byrja á skíðum? – Leiðarvísir um byrjendabrekkur á Íslandi

Að stíga sín fyrstu skref á skíðum eða bretti getur verið stórt skref og það skiptir miklu máli að vera á réttum stað með aðstöðu sem hentar byrjendum. Hér eru fjögur frábær svæði fyrir þá sem eru að byrja – hvort sem það eru börn, fjölskyldur eða fullorðnir sem vilja prófa í fyrsta sinn.


⛷️ Bláfjöll – Stærsta skíðasvæði á Íslandi

📍 Staðsetning: Um 25 mínútur frá Reykjavík

Bláfjöll eru vinsælasta og stærsta skíðasvæðið á Íslandi. Þar eru fjölbreyttar brekkur sem henta öllum – frá fyrstu skrefum til lengra kominna. Sérstakt byrjendasvæði og  gera töfrateppi gerir þetta að góðum stað til að byrja.

🎯 Hentar fyrir:

  • Byrjendur og fjölskyldur

  • Þeir sem vilja vaxa hratt í sportinu

  • Íbúa á höfuðborgarsvæðinu

🏂 Aðstaða:

  • Byrjendalyfta og merkt æfingasvæði

  • Skíðaskóli og kennsla

  • Skíðaleiga og þjónustuhús

  • Gönguskíðasvæði

📌 Nánari upplýsingar: skidasvaedi.is


🎿 Skálafell – Fjölbreytt og þæginlegt

📍 Staðsetning: Mosfellsdalur, um 30 mínútur frá Reykjavík

Skálafell er rólegt skíðasvæði í nágrenni við Reykjavík, sem hentar mjög vel fyrir byrjendur. Þægilegar brekkur og góð yfirsýn gera þetta að öruggu valkost fyrir fjölskyldur.

🎯 Hentar fyrir:

  • Algjöra byrjendur

  • Fjölskyldur með ung börn

  • Þeir sem vilja rólegt svæði

🏂 Aðstaða:

  • Byrjendabrekka með lyftu

  • Skíðaskóli

  • Leiga og kaffiaðstaða

  • Skjólgott umhverfi

📌 Upplýsingar og opnun: skidasvaedi.is


🏘️ Hverfisbrekkur í borginni – Skíðagleði í Reykjavík

 Það þarf ekki alltaf að fara langt til að æfa sig! Reykjavíkurborg rekur þrjár hverfisbrekkur sem eru sérstaklega ætlaðar til skíðaiðkunar barna og byrjenda yfir vetrarmánuðina þegar snjóalög leyfa.

🎿 Árbæjarbrekka

  • 📍 Staðsett við Fylkisvöll (á milli Selás og Árbæjar)

  • Frábær fyrir börn og fjölskyldur

🏂 Grafarvogsbrekka

  • 📍 Staðsett í Húsahverfi

  • Róleg brekka með gott skjól

  • Hentar vel yngri börnum

🎿 Breiðholtsbrekka

  • 📍 Við Seljaskóla og í nágrenni Seljahverfis

  • Vinsæl meðal íbúa í hverfinu

  • Góð yfirsýn fyrir foreldra

✅ Hentar fyrir:

  • Börn sem eru að byrja og fjölskyldur sem vilja prófa án mikils ferðalags


📌 Brekkurnar eru reknar af Reykjavíkurborg og opnar þegar snjór er nægur. Fylgst er með opnun á heimasíðu utivist.reykjavik.is og á samfélagsmiðlum ÍTR.


❄️ Hlíðarfjall – Fyrir þá sem vilja fjallaupplifun

📍 Staðsetning: Akureyri

Hlíðarfjall er eitt stærsta og fjölbreyttasta skíðasvæði landsins. Þar er allt frá rólegum byrjendabrekkum yfir í krefjandi brekkur fyrir lengra komna.

🎯 Hentar fyrir:

  • Byrjendur sem vilja góðar aðstæður og þjónustu

  • Fjölskyldur á ferðalagi á Norðurlandi

  • Þeir sem eru að undirbýa sig fyrir skíðaferð erlendis

🏂 Aðstaða:

  • Byrjendasvæði neðst í fjallinu

  • Skíðaskóli og leiðsögn

  • Skíðaleiga

  • Gönguskíðabraut og barnasvæði

📌 Sjá nánar á hlidarfjall.is

0 comments

Leave a comment